Kominn aftur...

Að deila lífi sínu á veraldarvefnum getur verið áhugavert, í það minnsta fyrir mann sjálfan.  Það fær mann til að líta á sjálfan sig og velta fyrir sér hvernig aðrir sjá mann.  Ritskoðun er stór hluti af því að skrifa svona blogg og ég er vonlaus í því.  Mér finnst alveg með ólíkindum hvernig stjórnmálamenn geta skrifað regluleg blogg án þess að koma sér í stanslaus vandræði.   Kannski hafa þeir frá meiru að segja og með sterkari og línulegri skoðanir en hinn venjulegi Jón.  Þeir ná því að halda vissri stefnu í blogginu sínu.

Ég er aftur á móti þessi venjulegi Jón.  Það er ekki samt það að ég hafi ekkert að segja heldur stoppar heilinn yfirleitt ekki við nógu lengi til að koma heilli málsgrein út óskaddaðri eða í það minnsta heilsteyptri.  Kannski er það fiskurinn í mér sem rembist eina stundina að vera staðfastur og ábyrgur einstaklingur, en gleymir sér svo næstu stundina í dagdraumum og rómantík.

Í nokkrar vikur hef ég hugsað mér að setjast aftur við blogg færslur, en í þetta sinn frá svolítið öðru sjónarhorni.   Ég hef verið að breyta ýmsu í mínu lífi smátt og smátt, og hef nú staðnað síðastliðna mánuði.  Nú vil ég finna aftur farveginn sem ég var á - og ætla að notast við bloggið til að halda mér á réttu brautinni.

...to be continued 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband