Með því ömurlegasta

Ég veit ekki með ykkur hin, og jafnvel þó ég sé nú ekki mjög trúaður maður, þá finnst mér ávallt ömurlegt þegar brotið er gegn kirkjunni.  Það er einhvern veginn svo ótrúlega mikil vanvirðing innifalin í slíkri athöfn.

Þetta á líka við þegar fólk hefur verið að skemma kirkjugarða og jafnvel stela legsteinum.  Mikið hlýtur fólk að vera sokkið djúpt í vitleysu þegar það grípur til svona ráða.

Að steita hnefanum á þennan hátt framan í almættið, líkt og verið sé að mana það í að sanna tilvist sína, kann ekki góðri lukku að stíra.  


mbl.is Brotist inn í tvær kirkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla nú að byrja á að segja að innbrot er ömurleg athöfn hver sem fyrir henni verður.

Eftir að hafa sagt það þá verð ég nú að segja að ég kippi mér minna við það þegar brotist er inn í fyrirtæki og stofnanir heldu en hjá einhverri einstæðri tveggja barna móður eða eitthvað. ÞAÐ er eitthvað sem mér finnst vanvirðing og ÞÁ finnst mér fólk djúpt sokkið.

Kirkjan fær nóg af milljörðum á ári og þetta mun seint vera eitthvað sem hefur áhrif á hana. Innbrot til einstaklings hefur alltaf alvarlegt áhrif.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Með skömm skal ég segja að mér fannst þetta allt í lagi svo sem, þar sem mér finnst öll trú í grunninn bull og er mér alveg sama þó einhverjir séu að gera eitthvað neikvætt gegn einhverju sem er byggt upp á ljótri lygi þó að ég myndi aldrei þora að gera eitthvað svona sjálfur.

Finnst mér það meira vanvirðing gagnvart manneskjum þegar það er brotist inn í eign þeirra og stolið þeim, t.d. jólapökkum úr bíl eða hljóðfærum með persónulegt gildi. Þetta er kannski mest vanvirðing gagnvart Gvuði.

Davíð Þór Þorsteinsson, 20.12.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: Reputo

...og þar sem gvuð er ekki til að þá er þetta ekkert vandamál.

Reputo, 22.12.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband