Þýskur andblær?
12.1.2008 | 09:45
Sem starfsmaður í Gæðastjórn tölvufyrirtækis þykir mér sem einhverjum í prófunardeildinni hafa laglega yfirsést einhverjar prófanir hér.
En erum við alveg viss um að hér sé um tölvuvandamál að ræða. Á einhverjum tímapunkti hefur verið ákveðið að nafna-"field" skuli ekki vera nema 32 stafa langur, enda lítill munur á þvílíkum field og 128 stafa langur eða hversu stór data-fieldinn er næstur fyrir ofan 32.
Mér leið nú samt bara eins og ég væri að lesa grein í þýsku dagblaði ekki íslensku. Þjóðverjar væru líklegri til að beigja sig og hætta við að skýra barnið sitt löngu nafni vegna einhverra "reglna" um lengd, en að einhverjir Íslendingar hafi hlýtt svoleiðis "bulli" kemur mér á óvart.
Allavega - mæli með að þessu verði breytt í eitthvað vitrænna - svo sem allt í lagi að banna 10 nöfn á einu barni, en að megi ekki nefna barn tveimur nöfnum, ættarnafni og Íslensku eftirnafni - er auðvitað út í hött.
__
En fyrst við erum að ræða um nöfn, þá er við hæfi að nefna skringilegar reglur í sambandi við erlend nöfn. Ekki veit ég nú annað en svona það sem maður hefur heyrt útundan sér en ef það er satt að erlend börn verða að fá íslensk nöfn til að fá landvistarleyfi, og að nýbúar megi ekki nefna börnin sín allavega að hluta til erlendum nöfnum. Svona þvinganir eru kjánalegar. Víst í lagi að börn fædd hér séu með eitt íslenskt nafn eða á einhvern hátt sé unnið í því að aðlaga nýbúa smátt og smátt (en ekki með þvíngunum).
Jæja, hættur að röfla í bili.... bara go Helgi go!
Nennir ekki laga sig að tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.