Álíka vandræði hjá mér...

Ég var einnig staddur í Peking á svipuðum tíma, eða 4. jan.  Mikil biðröð var við innritun á flugvellinum og virtist mikill ruglingur í gangi.  Það er eitt með Kínverja sem ég hef lært, er að þeir bíða aldrei í röðum og því ruddumst við því sem næst fremst í innrituninna með það að yfirskini að spyrja hversvegna það væri svona mikil biðröð.  Við vorum spurð hvort við ættum bókað flug þann dag eða deginum áður, og þegar þeir heyrðu að við ættum flug þennan dag vorum við tékkuð inn strax.  Hálf skömmustulega börðumst við til baka út úr þvögunni, enda er ég ekki vanur að "ryðjast svona".  En þeir virtust einungis vera að tékka inn fólk sem átti flug þann dag, á meðan allir fremst í röðunum áttu flug deginum áður.

En við hefðum alveg eins getað beðið þarna í röðinni því fluginu var seinkað um 6 tíma (við vorum á leið til Tokyo).  Það sem var verst var að engar upplýsingar voru gefnar upp og eftir 3 tíma bið voru bæði japanir og kínverjar orðnir ansi æstir.  Allt var þetta hið klaufalegasta, og margir áhyggjufullir um hvað yrði þegar (og ef) við kæmust til Tokyo.  Þar lokar allt um miðnætti og því vonlaust að komast heim nema í randýrum Taxa.

Eftir 4 tíma fengum við að fara í vélina, en þá tók við 2 tíma bið þar sem flugvélin festi sig í snjónum.  Reyndar sögðu flugfreyjur að biðin væri vegna mikilla anna á flugvellinum.  Svipaðar afsakanir og voru gefnar fyrir biðinni inni á flugstöðinni.  Okkur hafði skilist á einhverjum að innritunin hefði ekki verið lokið fyrr en 3 tímum eftir áætlaða brottför.

Loks komust við í loftið og fundum þá út að enginn matur var um borð.  Þannig að allir voru svangir og pirraðir.  Ekki svo mjög út af seinkunum, því allir skilja að snjór í Kína setur strik í reikninginn, heldur vegna lélegs upplýsingaflæðis.  Við lentum svo á öðrum flugvelli en Narita, gamla flugvellinum þeirra og fengu allir pening fyrir leigubíl heim.

Þetta var ANA flugfélagið og hef ég sjaldan séð jafn mörgu klúðrað og jafn klaufalega.  Við reyndum að bera fram einhverjar kvartanir en fáir virtust hafa áhuga á því að hlusta og læra, svo á endanum fórum við bara heim.  

Við vorum aðalega fegin að hafa ekki átt flug deginum áður því þá hefðum við jafnvel ekki komist frá Tianjin til Peking.  Í Kína eru nefnilega engar snjóruðningsvélar, heldur fólk með strákusta sem sópar burtu snjónum.  Þannig að ef snjóar eitthvað að ráði getur það tekið marga daga þar til samgöngur eru komnar í lag.


mbl.is Barðist við að ná flugi í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband