Færsluflokkur: Bloggar
Álíka vandræði hjá mér...
7.1.2010 | 00:18
Ég var einnig staddur í Peking á svipuðum tíma, eða 4. jan. Mikil biðröð var við innritun á flugvellinum og virtist mikill ruglingur í gangi. Það er eitt með Kínverja sem ég hef lært, er að þeir bíða aldrei í röðum og því ruddumst við því sem næst fremst í innrituninna með það að yfirskini að spyrja hversvegna það væri svona mikil biðröð. Við vorum spurð hvort við ættum bókað flug þann dag eða deginum áður, og þegar þeir heyrðu að við ættum flug þennan dag vorum við tékkuð inn strax. Hálf skömmustulega börðumst við til baka út úr þvögunni, enda er ég ekki vanur að "ryðjast svona". En þeir virtust einungis vera að tékka inn fólk sem átti flug þann dag, á meðan allir fremst í röðunum áttu flug deginum áður.
En við hefðum alveg eins getað beðið þarna í röðinni því fluginu var seinkað um 6 tíma (við vorum á leið til Tokyo). Það sem var verst var að engar upplýsingar voru gefnar upp og eftir 3 tíma bið voru bæði japanir og kínverjar orðnir ansi æstir. Allt var þetta hið klaufalegasta, og margir áhyggjufullir um hvað yrði þegar (og ef) við kæmust til Tokyo. Þar lokar allt um miðnætti og því vonlaust að komast heim nema í randýrum Taxa.
Eftir 4 tíma fengum við að fara í vélina, en þá tók við 2 tíma bið þar sem flugvélin festi sig í snjónum. Reyndar sögðu flugfreyjur að biðin væri vegna mikilla anna á flugvellinum. Svipaðar afsakanir og voru gefnar fyrir biðinni inni á flugstöðinni. Okkur hafði skilist á einhverjum að innritunin hefði ekki verið lokið fyrr en 3 tímum eftir áætlaða brottför.
Loks komust við í loftið og fundum þá út að enginn matur var um borð. Þannig að allir voru svangir og pirraðir. Ekki svo mjög út af seinkunum, því allir skilja að snjór í Kína setur strik í reikninginn, heldur vegna lélegs upplýsingaflæðis. Við lentum svo á öðrum flugvelli en Narita, gamla flugvellinum þeirra og fengu allir pening fyrir leigubíl heim.
Þetta var ANA flugfélagið og hef ég sjaldan séð jafn mörgu klúðrað og jafn klaufalega. Við reyndum að bera fram einhverjar kvartanir en fáir virtust hafa áhuga á því að hlusta og læra, svo á endanum fórum við bara heim.
Við vorum aðalega fegin að hafa ekki átt flug deginum áður því þá hefðum við jafnvel ekki komist frá Tianjin til Peking. Í Kína eru nefnilega engar snjóruðningsvélar, heldur fólk með strákusta sem sópar burtu snjónum. Þannig að ef snjóar eitthvað að ráði getur það tekið marga daga þar til samgöngur eru komnar í lag.
Barðist við að ná flugi í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er um að vera á Íslandi
20.12.2009 | 23:11
Er aukning á glæpum á Íslandi þessa dagana? Brotist inn í kirkjur, vopnað rán með sprautunál, bílaeltingaleikur í Kópavogi....
Mér finnst sem ég sé að lesa fleiri og fleiri svona ömurlegar fréttir frá Íslandi þessa dagana, en geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það sé aukning - eða bara meira um fréttaflutning af þessu tagi.
Hvað haldið þið?
Vopnað rán á Bústaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Með því ömurlegasta
20.12.2009 | 23:08
Ég veit ekki með ykkur hin, og jafnvel þó ég sé nú ekki mjög trúaður maður, þá finnst mér ávallt ömurlegt þegar brotið er gegn kirkjunni. Það er einhvern veginn svo ótrúlega mikil vanvirðing innifalin í slíkri athöfn.
Þetta á líka við þegar fólk hefur verið að skemma kirkjugarða og jafnvel stela legsteinum. Mikið hlýtur fólk að vera sokkið djúpt í vitleysu þegar það grípur til svona ráða.
Að steita hnefanum á þennan hátt framan í almættið, líkt og verið sé að mana það í að sanna tilvist sína, kann ekki góðri lukku að stíra.
Brotist inn í tvær kirkjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eitthvað er tíminn vitlaus
18.12.2009 | 11:17
Slösuðust í jarðskjálfta í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Get ekki beðið eftir bíómyndinni
17.12.2009 | 07:16
Það er með ólíkindum hvað mikið er um eiturlyfja-baráttu í Mexíkó þessa dagana, með lögreglumenn, hermenn og glæpamenn drepna hægri og vinstri.
Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver góður leikstjórinn gerir ekki góða kvikmynd um þetta alltsaman...
Illræmdur eiturlyfjabarón drepinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þýskur andblær?
12.1.2008 | 09:45
Sem starfsmaður í Gæðastjórn tölvufyrirtækis þykir mér sem einhverjum í prófunardeildinni hafa laglega yfirsést einhverjar prófanir hér.
En erum við alveg viss um að hér sé um tölvuvandamál að ræða. Á einhverjum tímapunkti hefur verið ákveðið að nafna-"field" skuli ekki vera nema 32 stafa langur, enda lítill munur á þvílíkum field og 128 stafa langur eða hversu stór data-fieldinn er næstur fyrir ofan 32.
Mér leið nú samt bara eins og ég væri að lesa grein í þýsku dagblaði ekki íslensku. Þjóðverjar væru líklegri til að beigja sig og hætta við að skýra barnið sitt löngu nafni vegna einhverra "reglna" um lengd, en að einhverjir Íslendingar hafi hlýtt svoleiðis "bulli" kemur mér á óvart.
Allavega - mæli með að þessu verði breytt í eitthvað vitrænna - svo sem allt í lagi að banna 10 nöfn á einu barni, en að megi ekki nefna barn tveimur nöfnum, ættarnafni og Íslensku eftirnafni - er auðvitað út í hött.
__
En fyrst við erum að ræða um nöfn, þá er við hæfi að nefna skringilegar reglur í sambandi við erlend nöfn. Ekki veit ég nú annað en svona það sem maður hefur heyrt útundan sér en ef það er satt að erlend börn verða að fá íslensk nöfn til að fá landvistarleyfi, og að nýbúar megi ekki nefna börnin sín allavega að hluta til erlendum nöfnum. Svona þvinganir eru kjánalegar. Víst í lagi að börn fædd hér séu með eitt íslenskt nafn eða á einhvern hátt sé unnið í því að aðlaga nýbúa smátt og smátt (en ekki með þvíngunum).
Jæja, hættur að röfla í bili.... bara go Helgi go!
Nennir ekki laga sig að tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Man ekki eftir þvílíkri tilkynningu
14.12.2007 | 08:30
Ekki minnist ég þess að hafa séð álíka tilkynningu hérna í Reykjavík. Oft var nú slæmt veður, en að foreldrar séu beðnir um að halda börnum heima við!!
Þvílíkar fréttir voru yfirleitt frá Akureyri eða frá Vestfjörðum. Annars fannst mér alveg æðislegt að fara heim úr vinnunni í gær. Hvítur snjór yfir öllu saman, bílar rétt komust áfram og jólalögin í útvarpinu. Svei mér þá ef maður komst bara ekki í smá jólaskap!
Foreldrar beðnir um að halda börnum heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kominn aftur...
28.11.2007 | 12:57
Að deila lífi sínu á veraldarvefnum getur verið áhugavert, í það minnsta fyrir mann sjálfan. Það fær mann til að líta á sjálfan sig og velta fyrir sér hvernig aðrir sjá mann. Ritskoðun er stór hluti af því að skrifa svona blogg og ég er vonlaus í því. Mér finnst alveg með ólíkindum hvernig stjórnmálamenn geta skrifað regluleg blogg án þess að koma sér í stanslaus vandræði. Kannski hafa þeir frá meiru að segja og með sterkari og línulegri skoðanir en hinn venjulegi Jón. Þeir ná því að halda vissri stefnu í blogginu sínu.
Ég er aftur á móti þessi venjulegi Jón. Það er ekki samt það að ég hafi ekkert að segja heldur stoppar heilinn yfirleitt ekki við nógu lengi til að koma heilli málsgrein út óskaddaðri eða í það minnsta heilsteyptri. Kannski er það fiskurinn í mér sem rembist eina stundina að vera staðfastur og ábyrgur einstaklingur, en gleymir sér svo næstu stundina í dagdraumum og rómantík.
Í nokkrar vikur hef ég hugsað mér að setjast aftur við blogg færslur, en í þetta sinn frá svolítið öðru sjónarhorni. Ég hef verið að breyta ýmsu í mínu lífi smátt og smátt, og hef nú staðnað síðastliðna mánuði. Nú vil ég finna aftur farveginn sem ég var á - og ætla að notast við bloggið til að halda mér á réttu brautinni.
...to be continued
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bros dagsins - bréfaklemmur valda látum á skrifstofu
27.4.2007 | 08:41
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)