Bros dagsins - Becky óánægð með skólann

http://www.st-lawrence.gr/tmp/LittleBecky.mp3

Bros Dagsins - Fíflast í fíl


Bros dagsins - Páskarnir liðnir

http://www.inlove.kz/fun/happyeaster/

Allt hið undarlegasta...

Ég gerði það að leik mínum fyrir um ári síðan að skoða þó nokkrar af þessum 911 Conspiracy theories myndum og er nú algjörlega á því að þetta hafi verið skipulagt af bandaríkjamönnum sjálfum.  Nokkrar 'staðreyndir' eru bara hreinlega svo ótrúlegar að ekki er hægt annað en að gruna Kanana um græsku.

 

 

  • Nokkrum árum áður en 911 þá viltist rella af leið og flaug yfir New York borg.  Herþotur voru komnar í loftið innan nokkurra mínútna til að vera viðbúnir að skjóta hana niður (eða fylgja henni í burtu).  911 daginn þá leið einn og hálfur tími þar til fyrsta herþotan fór í loftið.
  • Þrjár risastórar heræfingar voru í gangi þennan dag.  Sem er skrítið þar sem þeir eru víst aldrei með nema eina stóra æfingu á dag, til að vera vissir um að vera ekki með heraflann bundinn við æfingar.
  • Fjöldi myndavéla tók myndir af flugvélunum sem flugu á tvíburaturnana (eins og við höfum öll séð).  En hversu margir hafa séð flugvél fljúga á Pentagon, eða United 93 hrapa?!
  • Gatið á Pentagon er minna en flugvélin sem átti að  hafa flogið á bygginguna.  Engir flugvélapartar fyrir utan eitt hjól eru sjáanlegir eftir brunann sem þar varð, þannig að heil flugvél hreinlega brann upp til agna.  Þrátt fyrir það sáust enginn merki um bruna á byggingunni fyrir utan þann hluta sem hrundi.  Meira að segja var hvítur ljósritunarpappír sjáanlegur þar fyrir innan.
  • Turnarnir tveir féllu hraðar en ef bolta hefði verið kastað niður úr sömu hæð.  Víst getur verið að byggingarnar (báðar??) hafi ekki þolað þetta, en að þær falli slétt og beint niður á örfáum sekundum..hhmm
  • Bygging 7 féll saman á nákvæmlega sama hátt stuttu síðar, samt voru engar sjáanlega skemmdir, engir eldar eða nokkuð annað sem getur gefið skýringu afhverju hún féll saman.  Og líkt og turnarnir þá féll hún saman á nákvæmlega sama hátt og þegar byggingar eru viljandi sprengdar upp til niðurrifs.

Alveg er ég sannfærður um að fleira á eftir að koma í ljós, en hitt efast ég um að við munum nokkurn tíma vita hvað gerðist í alvörunni 911.

Stór og góð skýrsla um þær staðreyndavillur sem hafa komið fram varðandi 911 er að finna hér:
http://nomoregames.net/index.php?page=911&subpage1=we_have_holes 

 


mbl.is Vissi franska leyniþjónustan af yfirvofandi hryðjuverkum 11. september ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislega skemmtilegur söngvari


Nú eru allir íslendingar samankomnir á bloggið

Maður gæti týnt sér í því að rekast inn á mbl.is um þessar mundir ef maður gerir þau mistök að fylgja blogg link.  Allir eru um þessar mundir að blogga, segja sína skoðun á líðandi stund, rífast svolítið á 'commentunum' og virðist maður því ekki kall með köllum nema vera með.´

Svolítið finnst mér nú samt sniðugt að geta smellt á frétt og bloggað um hana en get ekki varist því að tölvunördíski hátturinn komi upp mér við þá tilhugsun.  Þannig er að ef þú vilt lesa gamlar fréttir á mogganum þarft þú að borga fyrir það ... hvernig verður þá um það þegar bloggið er orðið gamalt - kemst fólk þá inn á fréttina án greiðslu... eða verður linkurinn á fréttirnar tilgangslaus og bloggið þ.a.l. heimskulegt og úr samhengi.

ég bara spyr   (svo ég steli nú þeirri góðu setningu frá góðum bloggara)

En þar sem ég get ekki verið með í því tískufyrirbrigði að eiga einkaþotu - þá kannski tek ég þátt í blogg-tísku-fyrirbrigðinu.  Hver veit?


mbl.is Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er maður ekki kominn hingað líka

Hef ákveðið að setja mig upp hérna líka.  Meðal annars til að festa mér samrag nafnið á þessu bloggi.  Annars er aðalsíðan mín á www.samrag.com

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband